Colting Wetsuits


Colting Wetsuits var stofnað af Jonas Colting 1. Janúar 2016.  Jonas Colting er sundmaður mikill og hefur lagt mikla áherslu á sund í vötnum og í sjó.  Jonas hefur tvívegis sigrað Ultra Man World Championships sem haldin er á Hawaii. Sú keppni samanstendur af 10km sundi 421km hjól og 85km hlaupi.   Einnig er Jonas sá eini sem synt hefur skurðinn á milli Gautaborgar og Stokkhólm eða um 640km leið að meðaltali 17km á dag.  Fyrirtæki hans Colting Wetsuits er því undir miklum áhrifum frá Jonas í að vinna með, þróa og besta sundgalla sem henta vel í þríþraut og galla sem henta í SWIM/RUN.  Þú syndir hraðar í vörum frá Colting Wetsuits.